Rútuferðir
Í samstarfi við eina af stærstu ferðaskrifstofum Bandaríkjanna bjóðum við upp á hágæða rútuferðir um merkustu staði Bandaríkjanna. Slakið á og njótið útsýnisins og gæðaleiðsagnar enskumælandi leiðsögumanns sem gjörþekkir umhverfið og þá náttúrudýrð sem fyrir augum ber. Ef flugin henta ekki þá bjóðum við einnig upp á ferðirnar án flugs.
HELSTU PERLUR AMERÍKU
Í þessari 12 daga ferð er keyrt um 8 ólík fylki Bandaríkjanna. Farið er á nokkra af helstu ferðamannastöðum Ameríku. Það er stórkostlegt að koma til Yellowstone þjóðgarðsins sem um 4 milljónir ferðamanna heimsækja árlega. Einnig eru náttúruundrið Miklagljúfur (Grand Canyon) skoðað en það er eitt af 7 undrum veraldar og þangað koma um 7 milljónir ferðamanna á ári. Ferðin endar svo á því að heimsækja tvær af mest spennandi borgum bandaríkjanna. Borgina sem aldrei sefur Las Vegas og svo Los Angeles þar sem stórstjörnur eru á hverju strái.
STÓRA EPLIÐ OG WASHINGTON
Vikuferð með frábærri leiðsögn þar sem farið er um stórborgirnar New York og Washington og helstu staðir og kennileiti skoðuð. Einnig er gist við hina stórfenglegu Niagara fossa sem liggja á landamærum USA og Kanada ásamt því að kynnast því hvernig Amish fólkið býr og lifir.
LITLA VESTRIÐ
Í þessari 8 daga ferð er farið um marga af vinsælustu stöðum vesturstrandar Bandaríkjanna. Farið er frá Los Angeles og keyrt fyrstu 5 dagana um fjalllendi vesturstrandarinnar sem nær hámarki í Miklagljúfri (Grand Canyon) sem er einn allra vinsælasti áningarstaður Norður Ameríku. Því næst er verið í 2 nætur í glaum og gleði Las Vegas og svo keyrt aftur til Los Angeles þar sem ferðin endar. Verð frá kr. 399.000.
SUÐURRÍKIN -> STÓRBORGIR OG TÓNLISTARVEISLA
Í þessari 15 daga rútuferð er lagt af stað frá New York og keyrt alla leið suður til Orlando í Florida. Keyrt er suður til Washington DC og haldið svo áfram suður til tónilstarborganna Nashville, Memphis og New Orleans og að sjálfsögðu komið við á Graceland sem var heimili rokkkóngsins Elvis Presley en þar er nú rekið umsvifamikið safn um Elvis. Haldið er svo áfram suður til Orlando þar sem stoppað er í nokkra daga áður en haldið er heim á leið í beinu flugi með Icelandair. Verð frá kr. 449.000.
VILLTA VESTRIÐ
Í þessari 15 daga rútuferð eru allir helstu staðir vesturstrandar Bandaríkjanna skoðaðir í einni ferð. Það má segja að þetta sé veisla fyrir skynjunarvitin þar sem hver hápunkturinn rekur annan. Skoðaðar eru helstu þjóðargersemar Bandaríkjanna eins og Miklagljúfur (Grand Canyon) ásamt fleirum náttúruperlum í nágrenninu eins og Bryce Canyon, Antylope Canyon og Monument Valley. Einnig eru helstu stórborgir vesturstrandarinnar heimsóttar, Los Angeles, Las Vegas og San Fransisco. Hreint út sagt ógleymanleg ferð ! Verð frá kr. 549.000.
VILLTA VESTRIÐ & HAWAII
Í þessari 20 daga ferð eru allir helstu staðir vesturstrandar Bandaríkjanna skoðaðir. Það má segja að þetta sé veisla fyrir skynjunarvitin þar sem hver hápunkturinn rekur annan. Skoðaðar eru helstu þjóðargersemar Bandaríkjanna eins og Miklagljúfur (Grand Canyon) ásamt fleirum náttúruperlum þar í kring eins og Bryce Canyon, Antylope Canyon og Monument Valley. Einnig eru helstu stórborgir vesturstrandarinnar heimsóttar eins og Los Angeles, Las Vegas og San Fransisco og svo er draumur að keyra suður vesturströndina þar sem margt er að sjá. Ferðin endar svo á því að flogið er frá LA til Honolulu á Hawaii og verið í stórkostlegu umhverfi í slökun í 4 nætur. Það er erfitt að toppa þessa ferð !