HELSTU PERLUR AMERÍKU

Brottför

Chicago, Illinois

Heimkoma

Los Angeles, California

Um ferðina

Í þessari 12 daga ferð er keyrt um 8 ólík fylki Bandaríkjanna. Farið er á nokkra af helstu ferðamannastöðum Ameríku. Það er stórkostlegt að koma til Yellowstone þjóðgarðsins sem um 4 milljónir ferðamanna heimsækja árlega. Einnig eru náttúruundrið Miklagljúfur (Grand Canyon) skoðað en það er eitt af 7 undrum veraldar og þangað koma um 7 milljónir ferðamanna á ári.

Ferðin endar svo á því að heimsækja tvær af mest spennandi borgum bandaríkjanna. Borgina sem aldrei sefur Las Vegas og svo Los Angeles þar sem stórstjörnur eru á hverju strái.

Innifalið

+ Flug með Icelandair í beinu flugi til Chicago

+ Flug með Icelandair á samfelldum miða frá Los Angeles

+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum góðum hótelum

+ Morgunmatur innifalinn á fjórum hótelum

+ Þrautreyndur enskumælandi leiðsögumaður

+ Fararstjórinn raðar fólki í sæti á hverjum degi þannig fáið þið mismunandi sjónarhorn á því sem fyrir augum ber. Einnig er fremsta sætaröðin laus til myndatöku fyrir hvern sem er.

+ Lúxus rúta með góðu sætabili, hallandi sætum, klósetti og wifi

+ Flutningur á töskum til og frá hótelherbergjum

+ Skoðunarferðir og aðgangaseyrir á helstu stöðum leiðarinnar

+ Valkvæðar sérferðir í boði gegn gjaldi

Ferðaskipulag

Dagur 1

CHICAGO -> KOMA

Eftir flug Icelandair til Chicago farið þið á hótelið með lest eða leigubíl og sem þið hittið fararstjóra ferðarinnar og hann lætur ykkur fá lykla að hótelherberginu. Gist er á Hampton Inn Chicago Downtown/Magnificent Mile

Dagur 2

CHICAGO

Dagurinn byrjar á stuttri skoðunarferðar um Chicago. Skoðað er m.a. Lake Shore Drive sem liggur meðfram Michigan vatni, farið er um"the Magnificent Mile" sem er aðal verslunargata borgarinnar og förum um "Navy Pier". Chicago, sem oft nefnd borg vindanna, er m.a. þekkt fyrir mikla skýjakljúfa og þar á meðal Willis Tower sem er ein af hæstu byggingum heims. Eftir skemmtilega ferð um Chicago er restin af deginum frjáls tími. Gist er á Hampton Inn Chicago Downtown/Magnificent Mile

Dagur 3

CHICAGO -> MISSISSIPPI RIVER -> SIOUX FALLS

Eftir ánægjulega heimsókn til Chicago er keyrt sem leið liggur í vesturátt um miðríki Bandaríkjanna þar sem mikið er um bændum í korn- og hveitirækt og stór kúabú. Farið er svo yfir hið mikilfenglega Mississippi fljót og inn í Iowa fylki eins og landkönnuðirnir Lewis & Clark gerðu fyrir 200 árum. Komið er svo til Sioux Falls sem er stærsta borg Suður Dakota þar sem gist er . Gist er á Comfort Inn Sioux City hótelinu

Dagur 4

SIOUX FALLS -> BADLANDS -> MT. RUSHMORE -> RAPID CITY

Keyrt er í vestur um graslendi Suður-Dakota og áfram til Badlands þjóðgarðarins sem þekkt er fyrir sérkennilega og marglitar bergmyndanir og var á árum áður heimili buffalóa og antilópa. Keyrt er svo áfram til Black Hills sem er heilagur staður Sléttu Indjánanna. Þar er að finna hið mikilfenglega Rushmore fjall, þar sem reistur var minnisvarði um fjóra af virtustu forsetum Bandaríkjanna þá Washington, Jefferson, Lincoln og Roosevelt. Gist er á Best Western Ramkota hótelinu

Dagur 5

RAPID CITY -> BIGHORN MOUNTAINS -> CODY

Um morguninn er ekið inn í Wyoming ríki sem oft er nefnt „jafnréttisríkið,“. Þar má m.a. finna tólf fjallgarða ásamt eyðimörkum í bland við graslendi, og haldið áfram til Cody þar sem gist er. Gist er á Holiday Inn Cody hótelinu

Dagur 6

CODY -> YELLOWSTONE

Um morguninn er ekið framhjá fjöllunum í Wyoming til Yellowstone sem er einn stærsti og kunnasti þjóðgarður Bandaríkjanna og var fyrsta svæðið í Bandaríkjunum sem var útnefnt þjóðgarður 1872. Við munum fara í skoðunarferð um þetta mikilfenglega náttúruundur sem árlega heimsækja um 4 milljónir ferðamanna og þar má m.a. finna jarðhita, goshveri, fossa, dýralíf og gljúfur. Meðal hápunkta dagsins eru Yellowstone vatnið, Old Faithful hverinn, fossar Yellowstone gljúfursins og hinn undurfagri Hayden dalur. Gist er á Kelly Inn West Yellowstone hótelinu

Dagur 7

YELLOWSTONE -> GRAND TETON -> SALT LAKE CITY

Eftir magnaðan dag í Yellowstone er keyrt um Grand Teton þjóðgarðinn en þar má m.a. finna tinda sem eru yfir 4.000 metra háir. Síðan er Snake áin skoðuð og upplifað þar hið töfrandi landslag sem Aseel Adams gerði frægt með ljósmyndum sínum. Þessar sléttur Ameríku eru heimkynni villtra elga og buffala. Komið er svo til Utah sem þekkt er fyrir samfélag mormóna og farið er í stutta skoðunarferð um Salt Lake City sem er höfuðborg fylkisins. Í Salt Lake City, sem er af mörgum talin ein best skipulagða borg Bandaríkjanna, er m.a. hið fræga Timple Square skoðað en það spannar yfir 10 ekrur og þar má m.a. finna mikilfenglega kirkju og mikið mannlíf. Gist er á Crystal Inn Hotel & Suites hótelinu

Dagur 8

SALT LAKE CITY -> BRYCE CANYON

Um morguninn er keyrt áleiðis til hins stórbrotna Bryce Canyon, sem þekkt er fyrir mikilfenglega sandsteinstinda. Bryce Canyon er einn vinsælastasti ferðamannastaður Bandaríkjanna með um 2,5 milljónir ferðamanna á ári. Um kvöldið er gaman að horfa á glitrandi stjörnur næturhimininn ef veður leyfir. Gist er á Bryce View Lodge

Dagur 9

BRYCE CANYON -> LAKE POWELL -> GRAND CANYON -> FLAGSTAFF

Hið magnaða Bryce Canyon er kvatt og haldið sem leið liggur til Lake Powell sem er næst stærsta manngerða vatn Ameríku. Þar má sjá mikilfenglegar andstæður sem myndast þegar kristalblátt vatnið tekst á móti rauðum klettagljúfrunum. Komið er síðan til eins af 7 mestu undrum veraldar Grand Canyon þjóðgarðsins. Árlega koma um 6 milljónir ferðamanna til þessa náttúruundurs sem enginn fer ósnortinn frá . Stoppað er við East Rim svæðið á Grand Canyon þar sem tækifæri gefst á klukkustundar göngu meðfram börmum gljúfursins þar sem hægt er að upplifa hið kílómetra hátt gljúfur til his ítrasta. Fyrir neðan má finna útdauð eldfjöll og hið hlykkjótta Colorado fljót. Gist er á Days hotel Flagstaff, sem er frægur stoppistaður Þjóðvegar 66

Dagur 10

FLAGSTAFF -> SELIGMAN/ROUTE 66 -> LAS VEGAS

Einn af hápunktum ferðarinnar, Grand Canyon er kvatt með söknuði og haldið sem leið liggur frá Flagstaff og til höfuðborgar skemmtana, hinnar töfrandi Las Vegas. Vart er hægt að hugsa sér meiri andstæður við kyrrð og mikilfengleik Grand Canyon. Á leiðinni er farið í gegnum bæinn Seligman sem byggðist upp á hinni frægu Route 66 leið og er eins og að fara sextíu ár aftur í tímann. Um kvöldið ætti engum að leiðast á hinu fræga Las Vegas Strip. Gist er á Luxor Las Vegas - Pyramid Rooms

Dagur 11

LAS VEGAS -> MOJAVE DESERT -> BEVERLY HILLS -> LOS ANGELES

Glys og glaumum Las Vegas er kvaddur og keyrt vestur Mojave eyðimörkina, þar sem hæsta hitamæli heims (41 metrar) er að finna, áleiðis til Los Angeles. Við komu til Los Angeles munum við fara í skoðunarferð um borg englanna og skoða meðal annars stjörnum prýdda Hollywood, Sunset Strip og hluta Beverly Hills. Ferðinni lýkur við komu á hótelið um klukkan 17:00. Gist er á Sonesta Los Angeles airport hótelinu

Dagur 12

LOS ANGELES -> HEIMFÖR

Flogið er heim frá LAX alþjóðaflugvellinum í Los Angeles með samfelldu flugi Icelandair þar sem millilent er í Seattle og komið til Keflavíkur snemma að morgni næsta dags. Ekki þarf að taka ná í töskurnar í Seattle þar sem um samfellt flug er að ræða.

Hafa samband

Brottfarir

14 May 2025

25 May 2025

24 September 2025

5 October 2025