LITLA VESTRIÐ
9 dagar
/
8 nætur
·
Verð frá
399000
Brottför
Los Angeles
Heimkoma
Las Vegas
Um ferðina
Í þessari 8 daga ferð er farið um marga af vinsælustu stöðum vesturstrandar Bandaríkjanna. Farið er frá Los Angeles og keyrt fyrstu 5 dagana um fjalllendi vesturstrandarinnar sem nær hámarki í Miklagljúfri (Grand Canyon) sem er einn allra vinsælasti áningarstaður Norður Ameríku.
Því næst er verið í 2 nætur í glaum og gleði Las Vegas og svo keyrt aftur til Los Angeles þar sem ferðin endar.
Innifalið
+ Flug á samfelldum miða með Icelandair til og frá Los Angeles
+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum góðum hótelum
+ Morgunmatur innifalinn á tveimur hótelum
+ Þrautreyndur enskumælandi fararstjóri
+ Fararstjórinn raðar fólki í sæti á hverjum degi þannig fáið þið mismunandi sjónarhorn á því sem fyrir augum ber. Einnig er fremsta sætaröðin laus til myndatöku fyrir hvern sem er.
+ Lúxus rúta með góðu sætabili, hallandi sætum, klósetti og wifi
+ Flutningur á töskum til og frá hótelherbergjum
+ Skoðunarferðir og aðgangaseyrir á helstu stöðum leiðarinnar
+ Valkvæðar sérferðir í boði gegn gjaldi
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK -> LOS ANGELES
Eftir að lent er á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þá er best að taka ókeypis "Shuttle Service" rútu sem fer beint á hótelið sem er þar skammt frá. Á hótelinu hittið þið fararstjóra ferðarinnar sem og aðra í hópnum. Gist er á Hilton Los Angeles Airport hotel.
Dagur 2
LOS ANGELES
Eftir langt ferð er gott að slaka aðeins í dag á og skoða sig um í Los Angeles. Þar er ómissandi að skoða Hollywood Walk of Fame, TCL ChineseLeikhúsið, the Sunset Strip, Beverly Hills og Rodeo Drive sem eitthvað sé nefnt. Gist er á Hilton Los Angeles Airport hotel.
Dagur 3
LOS ANGELES -> PALM SPRINGS -> PHOENIX
Á fyrsta degi er keyrt sem leið liggur til til Phoenix í gegnum Palm Springs. Palm Springs er stundum kallað vetrarleikvöllurinn fyrir aðallinn í Hollywood, með líflega miðbæinn og m.a. frábærum golfvelli við jaðar hinna hrikalegu San Jacinto fjöllunum. Hafsjór af vindmyllur marka innganginn að þessari vin í eyðimörkinni. Eftir það munum við keyra í gegnum Indio og inn í Coachella dalinn. Farið er af stað stundvíslega kl. 8:00 og fólk beðið um að vera komið niður í anddyri hótelsins kl. 7:30. Gist er á Best Western Plus Executive Residency Phoenix North Happy Valley hótelinu.
Dagur 4
PHOENIX SEDONA -> GRAND CANYON
Í dag er farið um Sonora eyðimörkina,eina af fjölbreyttustu eyðimörkum Ameríku. Keyrt er svo áfram til Sedona sem er staðsett í einstöku jarðfræðilegu svæði og er umkringd einkennilegum rauðum hamrum með nöfnum eins og Cathedral og Coffee Pot. Þá keyrum við í gegnum stórkostlegu Oak Creek áður en komið er að Grand Canyon. Tignarlegur Þjóðgarðurinn Grand Canyon (Miklagljúfur) er einn af 7 stórkostlegustu náttúruundrum heims. Stoppað er við austurhluta gljúfursins við skokallað "South Rim" þar sem segja má að sé alger skylda að ganga fram og til baka meðfram gljúfrinu (tekur um klukkustund) og taka myndir í rólegheitum og njóta þessa ótrúlega náttúruundurs. Gist er á Squire Resort at Grand Canyon, Best Western Signature Collection
Dagur 5
GRAND CANYON -> MONUMENT VALLEY -> PAGE/LAKE POWELL
Hið stórkostlega Grand Canyon er kvatt og ekið áfram til indjánasvæði Navajo og þaðan svo keyrt framhjá Cameron sem er gamll verslurnarbær. Haldið er svo áfram í gegnum indjánafriðland Navajo-þjóðarinnar áður en komið er í Monument Valley þjóðgarðinn. Þar má sjá víðfræga rauða og appelsínugula sandsteinstinda sem rísa upp úr landslaginu. Margir kannast vel við þetta landslag úr gömlu "Viltu vestrunum" sem John Vayne gerði fræga á árum áður. Gist er á Hyatt Place Page
Dagur 6
PAGE/LAKE POWELL -> KANAB -> BRYCE CANYON
Í dag er ekiðað hinni stórkostlega Glen Canyon stífluna sem er næsthæstu steinboga-stífla í Bandaríkjunum. Þar má virð fyrir sér ægifagurt útsýnið yfir Powell vatnið, þar sem döggblátt vatn slær á móti háum rauðum klettaveggjum. Eftir það er haldið til Utah, sem þekkt fyrir Mórmonasamfélagið, og ekið svo í gegnum bæinn Kanab áður en komið er til hins stórkostlega Bryce Canyon. Gaman en nokkuð krefjandi er að ganga niður á botn gljúfursins og taka einstakar myndir af þessu náttúruundri. Um kvöldið, ef veður leyfir, mælum við með að horfa á stjörnuþakið sem er fullt af glitrandi stjörnum. Gist er á Bryce View Lodge hótelinu
Dagur 7
BRYCE CANYON - ZION - LAS VEGAS
Zion er elsti þjóðgarður Utah og er þekktur fyrir ótrúleg gljúfur og stórkostlegt útsýni. Hægt er að feta í slóðir fornra frumbyggja og horfa á gríðarstóra sandsteinskletta sem líta út eins og þeir væru gerðir úr bleikum og rauðum rjóma ! Síðan er ekið í vestur áleiðis til Las Vegas í Nevada sem þarfnast engrar kynningar. Gist er á Luxor Las Vegas - Pyramid Rooms
Dagur 8
LAS VEGAS
Í dag er gott að hvíla sig á akstrinum og njóta lystisemda borgarinnar sem aldrei sefur, Las Vegas. Gaman er að ganga hið fræga Strip götu þar sem iðandi mannlífið og skæru ljósin eru í aðalhlutverki. Ómissandi er að prufa eitt af mörgum spilavítum borgarinnar en eitt af þeim stærri er einmitt staðsett á hótelinu. Í Las Vegas er mikið af heimsklassa veitingastöðum og á hverju kvöldi eru stórstjörnur með tónleika eða viðburði á einhverju af risahótelunum. Gott er að vera búinn að undirbúa sig með að kaupa miða fyrir fram. Gist er á Luxor Las Vegas - Pyramid Rooms
Dagur 8
LAS VEGAS -> MOJAVE DESERT -> LOS ANGELES
Við kveðjum hinn glitrandi glæsileika Las Vegas og keyrum aftur til Los Angeles. Ferðinni lýkur við komuna í Los Angeles þar sem við kveðjum fararstjórann og samferðarfólk. Gist er á Sonesta Los Angeles Airport hóteli
Dagur 9
LOS ANGELES -> HEIMFÖR
Eftir eftirminnilega ferð um helstu þjóðgarða og borgir vesturstrandar Bandaríkjanna er haldið heim á leið. Flogið er frá LAX alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í samfelldu flugi Icelandair og lent í Keflavík að morgni næsta dags.
Hafa samband
Brottfarir
17 May 2024
25 May 2024
Uppselt !
30 August 2024
7 September 2024
Uppselt !
18 October 2024
26 October 2024