Ekið um Ameríku
Dreymir þig um að ferðast um Ameríku áhyggjulaust í bifreið, jeppa eða mótorhjóli? Við sjáum um flug, bílaleigubíl og hótel á leiðinni og sendum þér nákvæma leiðarlýsingu á stafrænu formi þar sem þú sérð hve langt ekið er hvern dag, hvað á að skoða og hve langt er í næsta gististað. Ef flugin henta ekki þá getum við einnig boðið upp á ferðirnar án flugs.
ÞJÓÐVEGUR 66
Flug, hótel og bílaleigubíll allt innifalið. Að keyra þessa sögufrægu leið er einstakt ævintýri. Ferðast er um 8 ólík fylki Bandaríkjanna og þrjú tímabelti á 16 dögum. Farið er um stærstu þjóðgarða Ameríku þar sem hæst ber Grand Canyon sem er eitt af 7 undrum veraldar. Einnig eru stórborgirnar Chicago, Las Vegas og Los Angeles skoðaðar. Verð frá kr. 409.000 á mann miðað við tvo fullorðna, en það er mjög breytilegt eftir árstímum.
VILLTA TRYLLTA VESTRIÐ
Í þessari 17 daga ferð er farið um nokkra af frægustu þjóðgörðum Bandaríkjanna. Það er ógleymanlegt að skoða náttúruundur eins og Miklagljúfur (Grand Canyon), Bryce Canyon, Monument Valley, Zion Park, Antylope Canyon og að keyra dauðadalinn (Death Valley) er einnig mikil upplifun. Að auki eru stórborgirnar San Fransisco og LA skoðaðar ásamt skemmtiborginni miklu Las Vegas þar sem gist er í 2 daga enda þar gríðarmargt að sjá. Verð frá kr. 389.000 á mann miðað við tvo fullorðna án bílaleigubíls.
SÓLSKINSFYLKIÐ FLORIDA
Í þessari 15 daga ferð er ekið í rólegheitum um dásemdir Flórída. Ekið er alveg niður til Key West sem liggur alveg syðst á Flórída skaganum og er einungis 170 KM norðan við Havana á Kúbu ! Verð frá kr. 379.000 á mann miðað við tvo fullorðna. Getum aðlagað ferðina að ykkar óskum um dagsetingar og ef flugin henta ekki er hægt að kaupa ferðina án flugs.
VESTURSTRÖNDIN
Í þessari 12 daga ferð er keyrt suður með vesturströnd Bandaríkjanna. Á stórum hluta ferðarinnar er ekið á hinum svokallala þjóðvegi 1 sem liggur alveg við ströndina þannig að Kyrrahafið er á hægri hönd. Stórborgirnar Seattle, Portland, San Fransisco og LA heimsóttar og helstu staðir og kennileiti skoðuð. Auk þess er komið við í Carmen, Santa Barbara og endað á borg englanna Los Angeles. Verð frá kr. 319.000 á mann miðað við tvo fullorðna án bílaleigubíls.
SUÐURRÍKIN OG ORLANO
Í þessari 15 daga ferð er keyrt um suðurríkin þar sem mikil músikhefð ræður ríkjum. Það er ógleymanlegt að þvælast um New Orleans þar sem blúsinn er á hverju götuhorni. Einn af hápunktum ferðarinnar er að heimsækja Nashville sem oft er kölluð "The Music City" og að heimsækja Graceland, sem var heimili Elvis Presley en þar er skemmtilegt safn um rókkkónginn. Eftir þessa skemmtilegu ferð um suðurríkin er gott að njóta sólarinnar í Orlando áður en haldið er heim á leið. Verð frá kr. 359.000 miðað við tvo fullorðna.
BILALEIGU STÓRBORGIR AUSTURSTRANDARINNAR
Í þessari 9 daga ferð eru stórborgirnar New York og Washington og helstu staðir og kennileiti skoðuð. Einnig er gist við hina stórfenglegu Niagara fossa sem liggja á landamærum USA og Kanada ásamt því að kynnast því hvernig Amish fólkið býr og lifir. Verð frá kr. 259.000 á mann án bílaleigubíls miðað við tvo fullorðna.