VILLTA TRYLLTA VESTRIÐ
17 dagar
/
16 nætur
·
Verð frá
389000
Brottför
Los Angeles, California
Heimkoma
Los Angeles, California
Um ferðina
Í þessari 17 daga ferð er farið um nokkra af frægustu þjóðgörðum Bandaríkjanna. Það er ógleymanlegt að skoða náttúruundur eins og Miklagljúfur (Grand Canyon), Bryce Canyon, Monument Valley, Zion Park, Antylope Canyon og að keyra dauðadalinn (Death Valley) er einnig mikil upplifun.
Að auki eru stórborgirnar San Fransisco og LA skoðaðar ásamt skemmtiborginni miklu Las Vegas þar sem gist er í 2 daga enda þar gríðarmargt að sjá.
Kynnið ykkur ferðaskipulagið hér að neðan þar sem fram kemur hvaða ævintýri bíða hvers dags þessarar sögufrægu ferðar.
Athugið að vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls.
Verð frá kr. 389.000 á mann miðað við tvo fullorðna án bílaleigubíls.
Við erum að handvelja góð 2-4* hótel á hverjum stað fyrir sig og pössum okkur að velja hótel sem fær góð review á Google Reviews, Trip Advisor og booking.com.
Reglan er að við sendum ykkur ekki á hótel sem við myndum ekki sjálf gista á.
Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að rúmin eru oft ekki eins breið og við eigum að venjast.
Innifalið
+ Flug með samfelldum miða Icelandair til og frá Los Angeles
+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum góðum 2-4* hótelum
+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför
+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn
Ekki Innifalið
+ Matur er ekki innifalinn á hótelum
+ Vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls en getum aðstoðað eftir þörfum
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVIK -> LOS ANGELES
Flogið er með samfelldu Icelandair frá Keflavík um kl. 17:00 áleiðis til Los Angeles með millilendingu í Seattle. Lent er í LA um 22:30 að staðartíma og við mælum með að taka ókeypis "Shuttle Service" á hótelið sem er mjög stutt frá flugvellinum. Gist er á Sonesta Los Angeles airport hótelinu sem er rétt við flugvöllinn.
Dagur 2
LOS ANGELES -> MOJAVE DESERT -> LAUGHLIN
Eftir að búið er að fá bílaleigubílinn afhentan er lagt af stað austur til Laughlin í Nevada sem afmarkast af Mojave eyðimörkinni og Colorado ánni. Laughlin býður upp á fjölbreytta afþreyingu og úrval af veitingastöðum. Akstursvegalengd: 490 KM
Dagur 3
LAUGHLIN -> KINGMAN -> GRAND CANYON
Í dag er ekið til austurs til Kingman þar sem farið er hluta af þjóðvegi 66 til Seligman. Ekið er svo áfram norður til Grand Canyon þjóðgarðsins sem er eitt af 7 undrum veraldar. Þangað er stórkostlegt að koma og upplifa magnaða náttúruna og stærð gljúfursins sem nær kílómetra niður að Colorado ánni. Það má segja að það sé alger skylda að ganga meðfram Mikla gljúfri á svokölluðum "South Rim" þar sem hægt er að virða fyrir sér gljúfrið og taka myndir í rólegheitum og njóta þessa ótrúlega náttúruundurs. Akstursvegalengd: 346 KM
Dagur 4
GRAND CANYON -> PAINTED DESERT MONUMENT VALLEY/KAYENTA
Við mælum með því að vakna snemma til að horfa á sólarupprásina yfir Grand Canyon. Þetta tækifæri kemur bara einu sinni á ævinni hjá flestum þannig að um að gera að láta það ekki fram hjá sér fara. Eftir gönguna er ekið austur í gegnum hina víðáttumiklu náttúru Arizona "Painted Desert". Haldið er svo áfram í gegnum indjánafriðland Navajo-þjóðarinnar áður en komið er í Monument Valley þjóðgarðinn. Þar má sjá víðfræga rauða og appelsínugula sandsteinstinda sem rísa upp úr landslaginu. Margir kannast vel við þetta landslag úr gömlu "Viltu vestrunum" sem John Wayne gerði fræga á árum áður. Akstursvegalengd: 333 KM
Dagur 5
MONUMENT VALLEY / KAYENTA -> PAGE/LAKE POWELL
Dagurinn byrjar með því að ekið er í austur í gegnum "Black Mesa" þar sem mikið er af risastórum "Vestra" tindum sem ná yfir hundruð ferkílómetra í Arizona á leiðinni til Lake Powell. Lake Powell er manngert blátt stöðuvatn sem er umkringt fallegum sandsteinsveggjum. Akstursvegalengd: 202 KM
Dagur 6
PAGE/LAKE POWELL - KANAB - BRYCE CANYON
Lagt er af stað í vestur til Kanab þar sem hrífandi ilmurinn af salvíu fyllir suðvesturloftið. Ekið er svo norður til Utah og stoppað í Bryce Canyon þjóðgarðinn sem m.a. er frægur fyrir einstaka jarðfræði og fegurð. Í þjóðgarðinum er mikið af náttúrulegum háum tindum þar sem krafturinn af vindi, vatni og jarðfræðilegum hamförum hafa grafið í bleika klettana og mótaði kalksteinsbergið í þúsundir tinda. Sjón er sögu ríkari. Akstursvegalengd: 268 KM
Dagur 7
BRYCE CANYON -> ZION NATIONAL PARK -> LAS VEGAS
Ef tími gefst til þá er gott að eyða hluta af morgninum í að skoða betur Bryce Canyon áður en haldið er vestur til Zion þjóðgarðsins. Zion er elsti þjóðgarður Utah og er þekktur fyrir ótrúleg gljúfur og stórkostlegt útsýni. Hægt er að feta í slóðir fornra frumbyggja og horfa á gríðarstóra sandsteinskletta sem líta út eins og þeir væru gerðir úr bleikum og rauðum rjóma ! Síðan er ekið í vestur áleiðis til Las Vegas í Nevada sem þarfnast engrar kynningar. Akstursvegalengd: 380 KM
Dagur 8
LAS VEGAS
Í dag er gott að hvíla sig á akstrinum og njóta lystisemda borgarinnar sem aldrei sefur, Las Vegas. Gaman er að ganga hið fræga Strip götu þar sem iðandi mannlífið og skæru ljósin eru í aðalhlutverki. Ómissandi er að prufa eitt af mörgum spilavítum borgarinnar en eitt af þeim stærri er einmitt staðsett á hótelinu. Í Las Vegas er mikið af heimsklassa veitingastöðum og á hverju kvöldi eru stórstjörnur með tónleika eða viðburði á einhverju af risahótelunum. Gott er að vera búinn að undirbúa sig með að kaupa miða fyrir fram.
Dagur 9
LAS VEGAS -> DEATH VALLEY
Ekið er vestur um Death Valley þjóðgarðinn sem er lægsti punktur Norður-Ameríku. Hér skartar Mojave eyðimörkin sínu fegursta. Gaman er að hafa viðkomu á Zabriskie Point sem eykur enn á fjölbreytni landslagsins með stórbrotnu útsýni yfir villta og veðraða eyðimörkina. Akstursvegalengd: 224 KM
Dagur 10
DEATH VALLEY -> YOSEMITE
Keyrt er norður Tioga veg, sem er hæsti vegur Kaliforníu, og áfram um High Sierra sem endar svo inn í Yosemite þjóðgarðinum. Gaman er að ganga stíg sem liggur niður í botn garðsins þar sem komið er að skemmtilegum fossi. Einnig er gaman að skoða hið ógnarstóra Sequoia Grove tré sem er breiðasta tré jarðar. Yosemite er frábær staður til göngu en þar eru um það bil 800 mílur af gönguleiðum. Akstursvegalengd: 560 KM
Dagur 11
YOSEMITE -> LAKE TAHOE
Hið dásamlega Yosemite svæði er kvatt og haldið norður um Bridgeport og "Devil's Gate Passen" til Lake Tahoe. Þar liggja Kalifornía og Nevada saman og gaman er að skoða óspillta náttúruna í kringum fjallgarð Sierra Nevada. Hægt er að skoða Lake Tahoe nánar með ýmsu móti. Hægt er að leigja hraðbát frá smábátahöfninni eða einfaldlega rölta meðfram ströndinni og dýfa tánum í kalt fjallavatnið. Akstursvegalengd: 338 KM
Dagur 12
LAKE TAHOE -> SACRAMENTO -> SAN FRANCISCO
Keyrt er í vestur þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir frá gulleitar árunum. Síðan er keyrt áfram til höfuðborgar Kaliforníuríkis, Sacramento og þaðan áfram til San Fransisco. San Fransisco er ein af stærstu borgum heims og eitt af einkennum borgarinnar er hve bratt hún er. Oft er mikil þoka yfir borginni á morgnana sem sólin svo bræðir með morgninum þannig að það er orðið heiðskýrt fyrir hádegi. Borgin hefur upp á fjölmargt að bjóða og t.d. er ómissandi að taka sér ferð í "Cable Car" og enda á Fishersmans Wharf þar sem mikið er af veitingastöðum og mannlífi. Akstursvegalengd: 370 KM
Dagur 13
SAN FRANCISCO
Í dag er hin skemmtilega borg, San Fransisco, skoðuð. Tíminn líður hratt í San Fransisco en gaman er að skoða Fisherman's Wharf, Chinatown, Union Square, Nob Hill, og Golden Gate garðinn. Einnig er ómissandi að taka "Cable Cap" upp og niður snar brattar brekkur borgarinnar. Það er líka alveg einstakt að ganga meðfram Golden Gate brúnni eða fara í siglingu undir brúna og í til hinnar frægu gömlu fangaeyju Alcatraz.
Dagur 14
SAN FRANCISCO -> MONTEREY/CARMEL
Ekið er suður meðfram þjóðvegi 1 til Monterey þar sem stórkostlegt útsýni af Kyrrahafsströndinni er á hægri hönd. Í Monterey er gaman að skoða Old Fisherman's Wharf í miðbænum. Einnig er gaman að skoða Cannery Row hverfið við sjávarsíðuna þar sem John Steinbeck fékk innblástur fyrir skáldsögu sína sem ber nafn hverfisins. Eftir það er hinn fallegi smábær Carmel skoðaður, en þar var Clint Eastwood borgarstjóri í þónokkur ár. Þaðan er ekið hinn spennandi veg frá Pacific Grove til Pebble Beach. Akstursvegalengd: 200 KM
Dagur 15
MONTEREY/CARMEL -> BIG SUR - CENTRAL COAST -> VENTURA
Keyrt er áfram suður meðfram Kyrrahafsströnd Kaliforníu. Ekið er frá Monterey skemmtilega leið sem liggur í gegnum Big Sur þar sem fjöllin falli inn í Kyrrahafið. Ef tími gefst til er gaman að fara í lautarferð og fylgdu einni af vel skilgreindum gönguleiðum um hið fallega svæði, Pfeiffer Beachi. Eftir því sem sunnar dregur verður landslagið mýkra með hæðum sem fullar eru af eikartrjám þar sem keyrt er fram hjá Hearst Castle og endað svo í Morro Bay. Gist er svo í fallegum strandbæ. Akstursvegalengd: 390 KM
Dagur 16
VENTURA -> SANTA BARBARA -> MALIBU -> SANTA MONICA -> LOS ANGELES
Ekið er lengra suður í gegnum Santa Barbara sem oft er nefnd hin Ameríska riveria og ekið svo að strandlengju Malibu. Eftir að búið er að skoða sjávarbæinn Santa Monica höldum við sem leið liggur til Los Angeles og gott er að passa upp á að hafa nægan tíma til að skoða glæsibrag og töfra LA. Í Los Angeles er ómissandi að skoða Hollywood Walk of Fame, TCL Chinese leikhúsið, the Sunset Strip, Beverly Hills og Rodeo Drive sem eitthvað sé nefnt. Akstursvegalengd: 160 KM
Dagur 17
LOS ANGELES -> KEFLAVÍK
Eftir eftirminnilega ferð um helstu þjóðgarða og borgir vesturstrandar Bandaríkjanna er bílnum skilað á LAX flugvellinum og haldið heim á leið. Flogið er frá LAX alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í samfelldu flugi Icelandair og lent í Keflavík að morgni næsta dags.